Þróun aðferða og tækni

Sérhæfing okkar liggur í þróun aðferða, ferla og tækni sem styðja við umbreytingar og nýjungar. Samtal við hagaðila og sérfræðinga er nauðsynlegur hlekkur í að ná hámarks árangri. Einnig er mikilvægt að hugsa tækni sem hvata til breytinga og stuðnings. Huga þarf að að samhengi og vandaðri greiningu frá upphafi.

Setning viðmiða og staðla (Benchmarking)

Greining og hönnun viðmiða í ferlum og þá einkanlega ferlum mála eða þjónustuferla er áskorun sem Móholt getur aðstoðað við yfirstíga. Það er yfirleitt við endurgerð ferlanna og innleiðingu umbóta og vinnusparandi tækni. Úrvinnsla felur í sér stöðlun aðgerða ferlanna og upplýsingagjöf með viðmiðum fyrir ákveðna hagaðila, starfsmenn eða hlutverk. Þetta ferli er mjög gefandi og skilar árangri. En það getur á stundum verið nokkuð snúið. Sérstaklega þegar ferlar og viðmið snerta marga aðila eða deildir. Þá er samhæfingar og stöðlunar þörf.

Ferlagreining

Greining á stöðlum, afkastaviðmiðum og ferlum með undirbúning endurbóta að leiðarljósi er ein helsta sérgrein Móholts. Okkar helstu sérsvið eru ferlar í opinberri stjórnsýslu, réttarvörslu og hjá þjónustufyrirtækjum. Mikilvægt er að greina núverandi stöðu vel og skilja kjarnaþarfir innri og ytri aðila, samvinnu og mannlega þáttinn sem er aðalatriðið.

Gerð útboðsgagna og verklýsinga

Við leggjum metnað í að veita faglega þjónustu við gerð útboðsgagna og verklýsinga. Markmið okkar er að tryggja skilvirkni og nákvæmni. Við sérhæfum okkur í að útbúa ítarleg og skýr gögn sem uppfylla öll lagaleg skilyrði og þarfir viðskiptavina. Einnig að tryggja að útboðsferlið verði gagnsætt, réttlátt og aðgengilegt. Meginsvið okkar er hugbúnaðargerð, sérstaklega staðlaður hugbúnaður og það endurspeglast í útboðsgerðinni. Gerð útboðsgagna einskorðast við okkar sérsvið.

Greining á verkferlum

Við veitum ráðgjöf í greiningu á verkferlum sem gerir viðskiptavinum okkar kleift að skoða, meta og bæta ferla. Vegna sérþekkingar okkar geta viðskiptavinir fengið einstaklingsbundna ráðgjöf og persónulega þjónustu sér í lagi á sviði málastjórnunar og sjálfvirkni í stjórnsýslu.

Hagnýt upplýsingatækni til hagræðingar

Við veitum ráðgjöf í hagnýtingu upplýsingatækni til að greina núverandi ferla, hagræða og umbreyta með því að taka mið af fyrirliggjandi tækni eins og t.d. rafrænum sendingum, regluvélum og ferlagreiningu með grunnþarfir í huga.

Innleiðing á ferlum

Móholt getur stuðlað að skilvirkari framtíð með markvissri innleiðingu á ferlum. Við skiljum mikilvægi þess að hafa samræmi og vandað verklag sem styður við vöxt, framgang og tryggir hlýtingu og hagkvæmni. Sérhæfð þjónusta okkar felur í sér greiningu á núverandi ferlum, þróun eða val á lausnum og þar að lútandi. Einnig innleiðingu á nýjum og bættum verklagsreglum.

Mat á verkefnum og úrvinnsla á niðurstöðum

Við leggjum áherslu á nákvæmt og faglegt mat á verkefnum og úrvinnslu á niðurstöðum til þess að viðskiptavinir okkar geti tekið upplýstar ákvarðanir. Með þverfaglegu teymi sérfræðinga okkar og nýjustu tækni og aðferðafræði bjóðum við upp á úrvalsþjónustu í greiningu og mati til að skilgreina, hagræða og hámarka árangur verkefna, allt frá undirbúningi til framkvæmdar og eftirfylgni.

Mælingar á virkni ferla og eftirlit með flæði og gæðum upplýsinga

Sérhæfð þjónusta okkar í mælingum á virkni ferla og eftirliti með flæði og gæðum upplýsinga miðar að því að auka skilvirkni og árangur fyrirtækja. Með því að beita nútíma mælitækjum og greiningaraðferðum tryggjum við að viðskiptavinir okkar fái ítarlega og áreiðanlega mynd af ferlum sem gerir þeim kleift að greina og bæta flæði upplýsinga og gæði starfsemi sinnar.

Skilvirkni og breyting á ferlum fyrirtækisins

Móholt býður upp á sérfræðiráðgjöf í skilvirkni og endurbótum á ferlum fyrirtækja með það að markmiði að hámarka afköst og draga úr sóun. Við vinnum náið með viðskiptavinum okkar við að greina og endurhanna ferla sem skila sér í aukinni framleiðni, sveigjanleika og betra rekstrarumhverfi.

Sjálfvirknivæðing

Við erum sérfræðingar í sjálfvirknivæðingu og aðstoðum fyrirtæki við að innleiða nýjustu tæknilausnir sem einfalda verkefni og auka hagkvæmni. Við þróum sjálfvirka ferla sem fækka mannlegum mistökum, auka nákvæmni og gefa starfsfólki tækifæri til að einbeita sér verðmætari störfum.

Spálíkön

Móholt hefur á sínum snærum sérfræðinga í þróun spálíkana sem gera fyrirtækjum kleift að sjá fyrir um, aðlagast og búa sig undir breytingar. Við notum gagnadrifna nálgun og nýjustu greiningartækni til að búa til nákvæmar spár sem bæta ákvarðanatöku og árangur.

Stjórnun verkefnastofna (Program Management)

Við bjóðum upp á heildstæða þjónustu í stjórnun verkefnastofna þar sem við sameinum öll verkefni undir einn eða fleiri hatta (program) til að tryggja samræmi, stefnumiðaða framvindu og framúrskarandi útkomu fyrir viðskiptavininn. Við höfum áralanga reynslu af verkefnastjórnun og umsjón verkefnastofna.

Verkefnastjórnun

Takmark okkar er framúrskarandi þjónusta í verkefnastjórnun með áherslu á að ná markmiðum innan fjárhagsáætlana og gæðaviðmiða. Við beitum viðurkenndri aðferðafræði og verkfærum verkefnastjórnunarfræða til að ná hámarksárangri.

Verkflæðisstjórnun (Workflow Management)

Móholt er leiðandi í verkflæðisstjórnun og aðstoðar við að hámarka skilvirkni með því að hanna, stjórna og meta verkflæði. Með sérsniðnum lausnum tryggjum við að verkefnin, málin eða sérhæfðir ferlar flæði greiðlega með færri truflunum og tilkostnaði.