Tímabundin stjórnendaleiga

Móholt hefur langa reynslu af stjórnun átaksverkefna og getu til að aðstoða við tímabundin inngrip í stærri eða smærri verkefni. Sérstök áhersla er lögð á breytingastjórnun og skýra verkefnastjórnun auk þess að virkja hagaðila til að ná árangri. Ef verkefni eða árangur eru undir væntingum þá erum við reiðubúin til aðstoðar.

Nýsköpunarstjórnun

Ýmsar stofnanir og fyrirtæki leggja mikla áherslu á nýsköpun og grasrótarvinnu. Á sama tíma er það áskorun að stýra sprotaverkefnum, mæla árangur og fá hagnýta leiðsögn án þess hafa áhrif á frumkvöðlaandann sem slíku starfi fylgir. Móholt er óháður aðili með reynslu af því að koma með hlutlausum hætti inn í sprotaverkefni.

Verkefnaþróun, framtíðarsýn, stefna og markmið

Verkefnaþróun og frumathuganir eru mikilvægur þáttur í góðum undirbúningi. Mikilvægt að spyrja réttu spurninganna til að komast að kjarna málsins. Einnig þarf að tryggja opinskátt umhverfi svo hægt sé safna hugmyndum og skora á hefðbundin viðmið og gömul gildi. Móholt hefur komið að þróun fjölda þróunarverkefna með ólíkum hætti eins og t.d. að skapa handskrifaðar skjámyndir sem urðu að vinsælum hugbúnaði og fríhendis teikningum sem urðu að brúm og húsum.

Þjónusta og notendamiðuð hönnun

Lykillinn að árangri í rekstrareiningum er þjónustu- og notendamiðuð hönnun, hvort sem unnið er með t.d. íbúðahverfi, hugbúnað eða kaffivél. Móholt hefur komið að fjölda umbreytingarverkefna þar sem notandinn er í fyrirrúmi.

Þróun í samvinnu við opinbera aðila

Móholt hefur unnið með opinberum aðilum í yfir tvo áratugi með ýmsum hætti eins og t.d. í þróunarvinnu, samvinnu eða samstarfsverkefnum einka- og opinberra aðila. Hæfileiki okkar liggur í að koma auga á áhugaverð sjónarhorn og hefja áhrifarík samtöl. Við erum óháð með öllu sem veitir svigrúm til árangursríkra viðræðna og skoðanaskipta.