Gerð stjórnendaupplýsinga og greining

Við veitum sérsniðna þjónustu við gerð stjórnendaupplýsinga þar sem við bjóðum upp á hágæða greiningar og upplýsingaúrvinnslu sem auðvelda ákvarðanatöku og styrkir stefnumótun. Árangur næst með því að veita skýra innsýn í mikilvæga mælikvarða og þróun fyrirtækisins.

Greining á hagkvæmni og hagræðingu opinberrar starfsemi

Móholt hefur á að skipa reynda sérfræðinga í greiningu á hagkvæmni og hagræðingu opinberrar starfsemi, sérstaklega m.t.t. ferilmála og málaferla. Við bjóðum upp á þjónustu sem miðar að því að auka skilvirkni og draga úr kostnaði með því að endurmeta og bæta innri ferla og stjórnsýslu.

Ráðgjöf í árangursstjórnun og afkastaviðmiðum

Við bjóðum upp á ráðgjöf í árangursstjórnun og afkastaviðmiðum þar sem við aðstoðum fyrirtæki og stofnanir við að setja raunhæf markmið, mæla frammistöðu og innleiða umbótaaðgerðir sem styðja við langtímamarkmið og heildarframmistöðu.

Ráðgjöf í endurgerð verkferla

Móholt hefur að geyma reynda sérfræðinga í endurgerð verkferla og veitir sérhæfða þjónustu í endurskoðun og bætingu núverandi ferla til að hámarka hagkvæmni og árangur. Þannig má tryggja að starfsemi sé eins skilvirk og mögulegt er.

Öryggismál og varaáætlanir

Við bjóðum upp á þjónustu í öryggismálum og gerð varaáætlana til að tryggja öryggi viðskiptavina okkar og bæta undirbúning fyrir óvæntar aðstæður. Áherslan er jafnan á að greina áhættuþætti og þróa viðeigandi viðbragðsáætlanir.

Skjalastjórnun

Þjónusta og ráðgjöf okkar í mála- og skjalastjórnun felur meðal annars í sér innleiðingu aðferða og kerfa sem stuðla að betri skilvirkni og samræmi í upplýsingameðhöndlun. Áralöng reynsla okkar í mála- og skjalastjórnun er er fjölbreytt og margreynd.

Viðskiptagreind

Móholt býður upp á greiningu og ráðgjöf sem gerir viðskiptavinum kleift að nýta viðskiptagreind á ýmsan hátt. Við höfum góða innsýn og árangursríka reynslu af nýtingu greiningartóla og gagna sem gera það að verkum að hægt er að vinna betur og á hagkvæmari hátt með hjálp viðskiptagreindar.